Um Vélsmiðju Grindavíkur
Árið 1989 stofnaði Þorsteinn Einarsson Vélsmiðju Þorsteins og var hún til húsa að Hafnargötu 25. Þar var hún starfrækt í stuttan tíma eða þar til Þorsteinn festir kaup á húsnæði að Seljabót 3 þar sem hún er staðsett í dag.
Þorsteinn rekur smiðjuna ásamt bifreiðaverkstæði til ársins 1999 þegar hann selur fyrirtækið. Kaupendurnir Benóný Þórhallsson, Ómar Ásgeirsson ásamt þeim Pétri Má Benediktssyni og Guðmundi Val Sigurðssyni sem á þeim tíma höfðu rekið Vélsmiðjuna Viðvik sameinuðst Vélsmiðju Þorsteins og úr varð Vélsmiðja Grindavíkur.
Árið 2014 kaupir Ómar Davíð Ólafsson hlut Ómars Ásgeirssonar í félaginu en hann hafði verið verkstjóri í vélsmiðjunni frá árinu 2004
Í dag eru eigendurnir þrír þeir Benóný, Ómar Davíð og Pétur Már.
Á þessum árum hefur Vélsmiðjan vaxið og aukið þjónustustig til muna. Í dag erum við í um 700 fermetra húsnæði eftir að við byggðum við elsta hluta hússins þar sem skoðunarstöð Frumherja er með aðstöðu ásamt bílaverkstæði vélsmiðjunnar. Einnig höfum við stækkað verslun okkar til muna og liggjum með breiða línu af glussafittings, lágþrýsti/háþrýstifittings ásamt verkfærum og boltum.
Á þessum árum höfum við kappkostað að þjónusta sjávarútvegnum sem best og þrátt fyrir breytt útgerðarmunstur og fækkun útgerða á svæðinu hefur okkur tekist að efla þjónustu og færa út kvíarnar á mörgum sviðum.
Í dag starfa hjá fyrirtækinu um 16 manns að jafnaði.